Gagnagrunnssérfræðingur hjá embætti landlæknis
2. mars 2023
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða gagnagrunnssérfræðing á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða gagnagrunnssérfræðing á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna. Embættið rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu gagna vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
Frekari upplýsingar um starfið, helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á Starfatorgi.
Nánari upplýsingar veita:
Ingi Steinar Ingason sviðsstjóri, ingi.s.ingason@landlaeknir.is
Þórgunnur Hjaltadóttir mannauðsstjóri, thorgunnur.hjaltadottir@landlaeknir.is