Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Alþjóðadagur hamingju 2023

15. mars 2023

Í tilefni af alþjóða hamingjudeginum þann 20. mars nk. fer fram málþingið Hamingja og sjálfbær velsæld í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2023

Málþingið er samstarfsverkefni embættis landlæknis, forsætisráðuneytisins, Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Dagskrá málþingsins er fjölbreytt þar sem fulltrúar samstarfsaðila munu taka til máls ásamt Vanessu King, sérfræðings í jákvæðri sálfræði hjá Action for Happiness. Þá verður skýrsla um hamingju þjóða í heiminum „World Happiness Report 2023“ einnig kynnt en skýrslan kemur út árlega þennan dag. Þar er að finna niðurstöður könnunar á hamingju meðal þjóða heimsins, þar sem Ísland hefur verið meðal efstu landa sl. ár. Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

  • 13:00 Ávarp

  • 13:15 Hamingja og velsæld
    Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ.

  • 13:35 Alþjóðlegi hamingjudagurinn og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
    Vala Karen Viðarsdóttir framkvæmdarstjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

  • 13:45 Action for Happiness at work and in the community
    Vanessa King, Positive Psychology expert at Action for Happiness

  • 14:30 Kaffihlé

  • 14:50 Hamingjan á hjólastígum höfuðborgarinnar
    Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur

  • 15:10 Sjálfbært Ísland
    Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu

  • 15:30 Pallborðsumræður

  • 16:00 Málþingslok

Málþingið er opið öllum á meðan húsrúm leyfir og verður einnig í streymi. Nánari upplýsingar er að finna í viðburði á Facebook.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
Sviðsstjóri lýðheilsusviðs