Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Allir með

28. febrúar 2024

Embætti landlæknis birti endurskoðaða útgáfu opinberra ráðlegginga um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu fyrir skömmu. Ráðleggingar um hreyfingu fyrir fatlaða voru í fyrsta sinn sérstakur liður í útgáfunni.

Börn og ungmenni með fatlanir - hreyfiráðleggingar

Fatlaðir geta af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. Til dæmis æfa einungis um 4% fatlaðra barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar sem er margfalt lægra hlutfall en gengur og gerist á meðal ófatlaðra barna.

Meðfylgjandi myndbönd eru liður í þriggja ára Evrópuverkefni sem byggði á inngildingu til að efla tækifæri 6 til 12 ára barna með sérþarfir í íþróttastarfi. Þátttökulönd voru Bosnia Herzegovína, Svartfjallaland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Ísland.

Hreyfing - ráðleggingar embættis landlæknis

Opinberar ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu – Fötluð börn og ungmenni

Allir með - Samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn í íþróttum.

Frekari upplýsingar
Gígja Gunnarsdóttir og Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjórar hjá embætti landlæknis