Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Allir lýðheilsuvísar nú aðgengilegir í mælaborði

2. maí 2023

Lýðheilsuvísar eru nú aðgengilegir í heild sinni á heimasíðu embættis landlæknis í gegnum mælaborð þar sem birtar eru allar mælingar á lýðheilsuvísum frá upphafi.

Lýðheilsuvísamælaborð

Lýðheilsuvísar eru nú aðgengilegir í heild sinni á heimasíðu embættis landlæknis í gegnum mælaborð þar sem birtar eru allar mælingar á lýðheilsuvísum frá upphafi. Mælingarnar eru birtar bæði fyrir landið í heild og fyrir hvert heilbrigðisumdæmi.

Tilgangurinn með hinu nýja mælaborði er að bæta enn frekar aðgengi almennings og hagaðila að mælingum á lýðheilsuvísum og varpa ljósi á þróun þeirra frá ári til árs. Fyrirhugað er að uppfæra mælaborðið eftir því sem nýjar mælingar eru gerðar. Næsta árlega birting lýðheilsuvísa er áætluð í september 2023.

Embætti landlæknis hefur frá árinu 2016 gefið út lýðheilsuvísa sem eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til þess að veita yfirsýn og auðvelda veitendum heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúanna.

Að jafnaði birtir embættið 44 lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum í árlegri útgáfu á vef sínum. Vísarnir skiptast í þrjá kafla; Samfélag, Lifnaðarhættir og líðan og Heilsa og sjúkdómar. Frekari umfjöllun og skilgreiningar má finna í ritinu Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum.

Frekari upplýsingar veitir:
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is