Áfram tafir á afgreiðslu mála hjá embætti landlæknis
1. desember 2023
Áfram eru tafir á afgreiðslu mála hjá embætti landlæknis.
Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna mikilla anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.
Öll mál sem berast embætti landlæknis eru sett í viðeigandi farveg. Öll mál eru afgreidd eins hratt og mögulegt er og þeim forgangsraðað eftir tilefni og getu hverju sinni.
Mikið álag er hjá embættinu við útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa. Embættið bendir á að allar umsóknir eru afgreiddar eins hratt og mögulegt er. Athygli er vakin á því á að ekki er unnt að verða við óskum um flýtimeðferð einstakra mála. Sjá nánar um málsmeðferðarhraða í tengslum við útgáfu starfsleyfa á heimasíðu embættisins.
Kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu, sjá upplýsingar um kvartanir einstaklinga eða aðstandenda til embættis landlæknis og fjöldi kvartana í heilbrigðisþjónustu.