Við gefum líf! Málþing um líffæragjöf og líffæraígræðslur
24. janúar 2019
Við gefum líf! er yfirskrift málþings um líffæragjöf og líffæraígræðslur sem Embætti landlæknis stendur fyrir á laugardaginn kemur klukkan 11:00-12:30 á Hótel Natura í Reykjavík.
Við gefum líf! er yfirskrift málþings um líffæragjöf og líffæraígræðslur sem Embætti landlæknis stendur fyrir á laugardaginn kemur klukkan 11:00-12:30 á Hótel Natura í Reykjavík.
Hvað breyttist um áramót þegar landsmenn urðu sjálfkrafa líffæragjafar samkvæmt nýju lagaákvæði sem tók þá gildi?
Hver er réttur þeirra sem ekki vilja gefa líffæri?
Á málþinginu munu Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á Landspítala og Runólfur Pálsson læknir á Landspítala fjalla um líffæragjöf og líffæraígræðslur frá ýmsum hliðum, Salvör Nordal heimspekingur og umboðsmaður barna ræðir siðferðileg álitaefni auk þess sem Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og líffæraþegi og Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir líffæragjafa fjalla um reynslu sína.
Að loknum erindum verður pallborð og umræður með frummælendum.
Fundarstjóri: Alma D. Möller landlæknir.
Skráning og nánari upplýsingar
Sjá viðburðinn á Facebook.