Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Vel sóttur fræðslufundur um líffæragjafir

24. október 2019

Mikil aðsókn var á fræðsludag fyrir heilbrigðisstarfsfólk um líffæragjafir sem var haldinn í gær. Um 150 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Reykjavík en einnig fylgdust 60-80 starfsmenn sjúkrahússins á Akureyri með fundinum í gegnum streymi.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Mikil aðsókn var á fræðsludag fyrir heilbrigðisstarfsfólk um líffæragjafir sem var haldinn í gær. Um 150 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Reykjavík en einnig fylgdust 60-80 starfsmenn sjúkrahússins á Akureyri með fundinum í gegnum streymi. Fundurinn var haldinn af Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, embætti landlæknis með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu.

Í ár eru tíu ár liðin frá upphafi samstarfs Íslands við Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Gautaborg á sviði líffæragjafa og líffæragjafaígræðslna. Líffæri úr látnum líffæragjöfum á Íslandi eru flutt til Svíþjóðar og grædd í sjúklinga á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu.

Starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri fylgdust með fundinum í gegnum streymi

Á fundinum fluttu sérfræðingar frá Líffæraígræðslumiðstöð Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins fræðsluerindi auk íslenskra sérfræðinga og einstaklinga sem sögðu frá eigin reynslu varðandi líffæragjafir.