Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Vel heppnaður fræðsludagur um bólusetningar barna

1. nóvember 2018

Fjallað var um bólusetningar barna frá ólíkum sjónarhornum á vel heppnuðum fræðsludegi um bólusetningar barna, þann 31. október. Fullbókað var á fræðsludaginn og mættu 190 heilbrigðisstarfsmenn af öllu landinu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Fjallað var um bólusetningar barna frá ólíkum sjónarhornum á vel heppnuðum fræðsludegi um bólusetningar barna, þann 31. október. Fullbókað var á fræðsludaginn og mættu 190 heilbrigðisstarfsmenn af öllu landinu. Fræðsludagurinn er haldinn í tengslum við Fræðadaga heilsugæslunnar.

Meðal annars fjallaði Kamilla S. Jósefsdóttir, barnalæknir og verkefnisstjóri hjá sóttvarnalækni, embætti landlæknis um ávinning af bólusetningum á Íslandi 1888 til 2017 og leiðir til að bæta þátttöku í almennum bólusetningum. Einnig ræddi Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá embætti landlæknis um samtöl við foreldra sem eru hikandi gagnvart bólusetningum.