Útrýming lömunarveikinnar var efni Rótarýdagsins 23. febrúar síðastliðinn
25. febrúar 2019
Árlegur dagur Rótarýhreyfingarinnar var haldinn 23. febrúar síðastliðinn. Efni dagsins var helgað útrýmingu lömunarveikinnar en allt frá árinu 1998 hefur Rótarýhreyfingin stutt dyggilega við bólusetningaráraki gegn lömunarveiki í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir.
Árlegur dagur Rótarýhreyfingarinnar var haldinn 23. febrúar síðastliðinn. Efni dagsins var helgað útrýmingu lömunarveikinnar en allt frá árinu 1998 hefur Rótarýhreyfingin stutt dyggilega við bólusetningaráraki gegn lömunarveiki í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett sér það markmið að útrýma lömunarveiki í heiminum enda sýkir lömunarveikiveiran (polio) einungis menn og á því að vera hægt að útrýma veirunni með góðri þátttöku í bólusetningum.
Á árinu 1998 greindust um 350.000 einstaklingar með lömunarveiki í heiminum öllum en á árinu 2018 voru þeir einungis 29, þökk sé bólusetningum.
Fyrsti lömunarveikifaraldurinn reið óvænt yfir Ísland á árinu 1924 en síðustu tilfelli lömunarveiki greindust hér á árinu 1960. Almenn bólusetning gegn lömunarveiki hófst hér á landi 1956 og hefur almenn þátttaka verið hér með ágætum. Ætla má að almenn bólusetning hafi komið í veg fyrir um 600 lamanir hér á landi og ef bólusetningarinnar nyti ekki við mætti búast við að sjá hér um 6–7 lamanir á hverju ári vegna veikinnar, aðallega hjá börnum.
Árangur bólusetningar gegn lömunarveiki hefur því verið frábær hér á landi sem og í öðrum löndum og á Rótarýhreyfingin miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag.
Í tilefni af efni Rótarýdagsins þá hefur hreyfingin látið gera stuttmynd um lömunarveiki.
Sjá nánar: Stuttmynd um lömunarveiki.
Sóttvarnalæknir