Umsóknir um starfsleyfi heilbrigðisstétta sem eru sendar til umsagnar
13. nóvember 2020
Embætti landlæknis vekur athygli á því að umsóknir um starfsleyfi/sérfræðileyfi, sem grundvallast á menntun í EES-ríki eða Sviss, eru sendar til umsagnar til viðeigandi menntastofnunar eða fagfélags hér á landi.
Embætti landlæknis vekur athygli á því að umsóknir um starfsleyfi/sérfræðileyfi, sem grundvallast á menntun í EES-ríki eða Sviss, eru sendar til umsagnar til viðeigandi menntastofnunar eða fagfélags hér á landi. Því þurfa að fylgja umsókninni ítarlegar námslýsingar á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku.
Umsókn skal fylgja yfirlit (t.d. svokallað „diploma supplement") um námskeið, lýsingu á þeim og tímalengd ásamt „course syllabus" sem lýsir nánar hverju námskeiði fyrir sig.
Framangreint á þó ekki við um umsóknir um starfsleyfi/sérfræðileyfi lækna, hjúkrunarfræðinga, tannlækna, ljósmæðra eða lyfjafræðinga á grundvelli menntunar innan EES-ríkis eða Sviss (samræmdar stéttir).