Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Umfjöllun um bið eftir völdum skurðaðgerðum birt á vef

26. október 2020

Embætti landlæknis hefur birt umfjöllun um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Þriðja bylgja faraldursins á Íslandi var ekki hafin þegar gagna var aflað í byrjun september og var áhrifa hennar því ekki farið að gæta.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis hefur birt umfjöllun um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Þriðja bylgja faraldursins á Íslandi var ekki hafin þegar gagna var aflað í byrjun september og var áhrifa hennar því ekki farið að gæta.

Ekki er ljóst hvaða áhrif heimsfaraldur COVID-19 mun hafa á bið eftir völdum skurðaðgerðum til lengri tíma litið. Aðgerðum í flestum aðgerðaflokkum sem til skoðunar voru, m.a. í biðlistaátaki, hefur fækkað miðað við árið á undan. Svo virðist þó sem þær skurðaðgerðir sem metnar voru í brýnustum forgangi, innan viku og innan fjögurra vikna, hafi verið gerðar innan þess tíma að mestu leyti.

Gera má ráð fyrir að biðtími eftir völdum skurðaðgerðum lengist enn frekar á næstunni. Að mati embættis landlæknis þarf að leggja áherslu á að koma starfseminni aftur í fulla virkni um leið og hægt er svo biðlistar og biðtími lengist eins lítið og mögulegt er.

Fyrirspurnum vegna greinargerðarinnar skal beina til

Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis
Netfang: kjartanh@landlaeknir.is
Sími 510-1900