Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Teymisstjóri í teymi rafrænna upplýsingakerfa hjá embætti landlæknis

10. janúar 2022

Heilbrigðisupplýsingasvið hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða teymisstjóra í teymi rafrænna upplýsingakerfa en sviðið hefur yfirumsjón með innri upplýsingakerfum embættisins. Starfið felur í sér ábyrgð á daglegum rekstri vél- og hugbúnaðarkerfa og þróun rafrænna upplýsingakerfa og rafrænna veflausna.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Heilbrigðisupplýsingasvið hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða teymisstjóra í teymi rafrænna upplýsingakerfa en sviðið hefur yfirumsjón með innri upplýsingakerfum embættisins. Starfið felur í sér ábyrgð á daglegum rekstri vél- og hugbúnaðarkerfa og þróun rafrænna upplýsingakerfa og rafrænna veflausna. Sviðið rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Sviðið annast einnig afgreiðslu umsókna um aðgang að gögnum til vísindarannsókna.

Leitað er að einstaklingi sem hefur stjórnunarhæfileika, getu til að halda góðri yfirsýn og býr yfir metnaði til að þróa framsækið vinnuumhverfi. Starfið felur í sér fjölbreyttar áskoranir til að ná markmiðum embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samhæfir og stýrir verkefnum sem lúta að rafrænum upplýsingakerfum, þ.e. hugbúnaðar- og tæknimálum hjá embættinu.

  • Skilgreinir og forgangsraðar verkefnum á sviði rafrænna upplýsingakerfa í samvinnu við sviðsstjóra og framkvæmdastjórn embættisins.

  • Ber ábyrgð á að rekstur upplýsingakerfa stofnunarinnar gangi hnökralaust fyrir sig.

  • Fylgist með nýjungum og innleiðir eftir því sem við á.

  • Ber ábyrgð á að kröfur um öryggi rafrænna upplýsingakerfa séu uppfylltar í samvinnu við öryggisstjóra.

  • Semur um framkvæmd upplýsingatækniverkefna við ytri aðila í samráði við sviðsstjóra og fjármálastjóra.

  • Hefur samstarf við Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna um rafræna gagnasöfnun í heilbrigðisskrár embættisins.

  • Vinnur að uppbyggingu og þróun úrvinnslugrunna til gagnagreiningar og þróun innri kerfa.

  • Tekur þátt í stefnumótun og áætlanagerð teymis, sviðs og embættis á sviði rafrænna upplýsingakerfa.

  • Önnur verkefni í samráði við sviðsstjóra og landlækni.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsnám er kostur.

  • Marktæk reynsla af stjórnun, rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa, þ.m.t. vélbúnaði og hugbúnaði.

  • Þekking á löggjöf og stöðlum varðandi öryggi net- og upplýsingakerfa og reynsla af innleiðingu og rekstri.

  • Góð þekking á og reynsla af gagnagrunnskerfum (Oracle/ SQL) og Microsoft hugbúnaði. Þekking á SAP/BO er kostur.

  • Þekking á þróun hugbúnaðarkerfa, hugbúnaði til gagnagreiningar og hugbúnaði til miðlunar á vef.

  • Góð skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og rík öryggisvitund.

  • Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir.

  • Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar, þjónustulipurð og frumkvæði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins og við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið. 

Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. 

Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Embættið hefur sett sér þrjú gildi sem starfsmönnum ber að hafa að leiðarljósi þ.e. ábyrgð, virðing og traust. Við erum heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á að efla mannauð og stuðla að góðri heilsu og líðan starfsmanna.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2022

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir - shara@landlaeknir.is - 510 1900

Þórgunnur Hjaltadóttir - thorgunnur@landlaeknir.is - 510 1900

Sótt er um starfið á www.starfatorg.is