Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2020

5. október 2019

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna.

Áhersla er lögð á eftirfarandi:

  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.

  • Verkefni sem tengjast geðrækt barna.

  • Heilsuefling eldra fólks.

  • Nýsköpun í heilsueflingu.

  • Rafrettunotkun ungmenna.

  • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.

  • Áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir.

  • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.

Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu, eða verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í tengslum við heilsu

Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:

Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:

  • Sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila.

  • Eru með eigin fjármögnun eða aðra fjármögnun.

  • Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.

Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.

Opnað verður fyrir umsóknir þann 7. október nk. en frestur til að sækja um rennur út þann 4. nóvember 2019.

Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs