Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Stuðningur við ungmenni í áhættu vegna vímuefnaneyslu - Morgunverðarfundur Náum áttum.

16. október 2019

Stuðningur við ungmenni í áhættu vegna vímuefnaneyslu er yfirskrift næsta morgunverðarfundar Náum áttum sem verður haldinn á Grand hótel, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 08:15-10:00.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Stuðningur við ungmenni í áhættu vegna vímuefnaneyslu er yfirskrift næsta morgunverðarfundar Náum áttum sem verður haldinn á Grand hótel, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 08:15-10:00.

Á fundinum fjallar Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og háskólakennari við íþróttafræðideild HR um áhrifaþætti vímuefnaneyslu ungmenna, Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla flytur erindi sem ber heitið Börn í vanda - Sterku hliðarnar og styrking þeirra og Sunna Kristinsdóttir, frumkvöðull og ungmenni í bata eftir vímuefnaneyslu ræðir um lífið eftir neyslu. Áskoranir og lausnir.

Skráning á vef Náum áttum

Þátttökugjald er 3.000 krónur sem þarf að staðgreiða.Morgunverður er innifalinn í gjaldinu.

Náum áttum hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna.

Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna