Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Stöðluð fyrirmæli fyrir sjúklinga innleidd í rafræna sjúkraskrá

16. september 2019

Embætti landlæknis hefur skrifað undir samning við kanadíska fyrirtækið Think Research um afnot af stöðluðum fyrirmælum fyrir sjúklinga sem innleidd verða í rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Um er að ræða fyrirmæli fyrir sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og fyrir konur í fæðingu. Landspítalinn er aðalsamstarfsaðili embættisins að verkefninu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis hefur skrifað undir samning við kanadíska fyrirtækið Think Research um afnot af stöðluðum fyrirmælum fyrir sjúklinga sem innleidd verða í rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Um er að ræða fyrirmæli fyrir sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og fyrir konur í fæðingu. Landspítalinn er aðalsamstarfsaðili embættisins að verkefninu.

Markmiðið með stöðluðu fyrirmælunum er að auka öryggi í meðferð sjúklinga og bæta gæði í heilbrigðisþjónustu, auk þess að styðja við verkferla heilbrigðisstarfsmanna við skráningu í rafræna sjúkraskrá. Stöðluðu fyrirmælin byggja á gagnreyndri þekkingu og veita möguleika á að draga úr breytileika í þjónustu við sjúklinga á öllum þjónustustigum.

Stöðluðu fyrirmælin verða þýdd og aðlöguð íslenskum aðstæðum í samvinnu við Landspítalann. Einnig er samkomulag við Landspítala um að prufukeyra fyrstu útgáfu fyrirmælanna og er ráðgert að prufukeyrslan fari í loftið fljótlega upp úr áramótum.

Sjá frétt Think Research um samstarfið