Staða á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum í desember 2019
28. febrúar 2020
Embætti landlæknis kallar reglulega eftir gögnum varðandi bið eftir völdum skurðaðgerðum í samræmi við eftirlitshlutverk sitt. Til að bregðast við vangaveltum um hvort tvískráningar á biðlista væru algengar var ráðist í ítarlega innköllun eftir upplýsingum um þá sem bíða liðskipta.
Embætti landlæknis kallar reglulega eftir gögnum varðandi bið eftir völdum skurðaðgerðum í samræmi við eftirlitshlutverk sitt. Til að bregðast við vangaveltum um hvort tvískráningar á biðlista væru algengar var ráðist í ítarlega innköllun eftir upplýsingum um þá sem bíða liðskipta. Tölur um liðskiptaaðgerðir voru því ekki með í greinargerð um bið eftir völdum skurðaðgerðum sem birt var í desember síðastliðnum en þess í stað eru þær birtar nú.
Helstu niðurstöður:
Tví- eða þrískráningar á biðlista voru fátíðar, um 2%.
Flestir fara í aðgerð í sínu heilbrigðisumdæmi, en hugsanlega mætti benda einstaklingum í meira mæli á þann möguleika að fara í aðgerð fjær sínu lögheimili þar sem biðtími kann að vera hagstæðari.
Staða á biðlistum er töluvert verri hvað varðar liðskipti á hné en mjöðm.
Liðskiptaaðgerðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum en aukið innstreymi á biðlista veldur því að biðtími er enn töluvert umfram viðmið um ásættanlegan biðtíma fyrir flesta.
Fyrirspurnum vegna greinargerðarinnar skal beina til
Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis
netfang: kjartanh@landlaeknir.is
sími 510-1900.