Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Skráning COVID-19 bólusetninga erlendis frá

17. janúar 2022

Fólk sem hefur verið bólusett gegn COVID-19 erlendis en er búsett hér á landi er hvatt til að láta skrá bólusetningarnar formlega í kerfin okkar ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Fólk sem hefur verið bólusett gegn COVID-19 erlendis en er búsett hér á landi er hvatt til að láta skrá bólusetningarnar formlega í kerfin okkar ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Einstaklingar geta snúið sér til heilsugæslunnar til að láta skrá þessar erlendu bólusetningar. Athugið að bóluefni þurfa að vera viðurkennd af Lyfjastofnun. Í dag eru COVID-19 bóluefni frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen viðurkennd hérlendis.

Framvísa þarf skilríkjum og vottorði um bólusetninguna til heilsugæslunnar en það er hægt að gera í gegnum netspjall heilsuvera.is.

Sóttvarnalæknir