Reglugerðarbreyting varðandi lækningaleyfi
16. apríl 2021
Embætti landlæknis vekur athygli á því að 14. apríl 2021 tók gildi reglugerðarbreyting heilbrigðisráðherra um að almennt og ótakmarkað lækningaleyfi verði veitt að loknu 6 ára læknanámi við Háskóla Íslands.
Embætti landlæknis vekur athygli á því að 14. apríl 2021 tók gildi reglugerðarbreyting heilbrigðisráðherra um að almennt og ótakmarkað lækningaleyfi verði veitt að loknu 6 ára læknanámi við Háskóla Íslands.
Starfsþjálfunarár eða kandídatsár sem hefur hingað til verið skilyrði fyrir veitingu almenns lækningaleyfis hér á landi verður nú hluti af sérnámi lækna og nefnist sérnámsgrunnur. Þeir sem lokið hafa 6 ára læknisfræðinámi við Háskóla Íslands geta eftir breytinguna sótt um almennt lækningaleyfi hjá landlækni þegar prófskírteini liggur fyrir. Þá tryggir bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar þá sem þegar eru á kandídatsári en litið verður á nám þeirra sem ígildi sérnámsgrunns.
Sjá nánari upplýsingar um starfsleyfi lækna.
Sjá reglugerð nr. 411/2021
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins, sjá hér.
Leyfisveitingateymi