Ráðleggingar til ferðamanna vegna kórónaveiru
23. janúar 2020
Sóttvarnalæknir mælir ekki með neinum ferðatakmörkunum frá og til Kína, en vill hvetja einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína þar sem sýkingar af völdum 2019-nCoV hafa verið staðfestar að gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.
Sóttvarnalæknir mælir ekki með neinum ferðatakmörkunum frá og til Kína, en vill hvetja einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína þar sem sýkingar af völdum 2019-nCoV hafa verið staðfestar að:
Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.
Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni.
Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.
Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega.
Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
Sóttvarnalæknir