Opnað fyrir klínískar tilkynningar á COVID-19
3. apríl 2020
Rafrænar klínískar tilkynningar á tilkynningaskyldum sjúkdómum til sóttvarnalæknis hafa verið í undirbúningi töluverðan tíma. Til að fá sem bestar upplýsingar um COVID-19 faraldurinn hefur verið opnað fyrir klínískar tilkynningar á COVID-19 á vefsíðu embættis landlæknis, sjá kliniskar.landlaeknir.is. Læknar þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Rafrænar klínískar tilkynningar á tilkynningaskyldum sjúkdómum til sóttvarnalæknis hafa verið í undirbúningi töluverðan tíma. Til að fá sem bestar upplýsingar um COVID-19 faraldurinn hefur verið opnað fyrir klínískar tilkynningar á COVID-19 á vefsíðu embættis landlæknis, sjá kliniskar.landlaeknir.is. Læknar þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Á síðunni er hægt að senda tilkynningu til sóttvarnalæknis um COVID-19 tilfelli, en einnig sjá læknar lista yfir þau tilfelli sem þeir hafa þegar tilkynnt og geta farið þar inn og uppfært þau eftir þörfum. Senda skal klíníska tilkynningu fyrir alla sjúklinga sem frá greininguna U07.1 og U07.2.
Þegar búið er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þarf að velja á milli ICD-10 kóðanna:
U07.1 sem er fyrir staðfest tilfelli sem eru staðfest með sýni á rannsóknarstofu og
U07.2 sem er fyrir líkleg tilfelli skv. skilgreiningu fyrir neðan og sýni hefur ekki verið sent í COVID-19 rannsókn.
Hægt er að sjá skilgreiningu á COVID-19 tilfelli á vefsíðu embættis landlæknis.
Forðast skal að nota U07.2 fyrir möguleg tilfelli COVID-19 því möguleg tilfelli byggja eingöngu á einkennum sjúklings og margar aðrar öndunarfæraveirur sem valda smiti í samfélaginu koma einnig til greina. U07.2 skal þess vegna nota fyrir líkleg tilfelli sem byggja bæði á einkennum sjúklings og tengslum við staðfest tilfelli COVID-19.
Verið að vinna við að koma öllum klínískum tilkynningum sjúkdóma á rafrænt form ef vefsíðu embættis landlæknis og í gegnum Söguna.
Taka skal fram að þegar rafræn leið er notuð við tilkynningar á COVID-19 þarf ekki að senda útfyllt eyðublað og senda með hefðbundnum pósti. En fyrir alla aðra tilkynningaskylda sjúkdóma þarf að senda slíkar tilkynningar þar til vinnu við rafrænt form bæði á vefsíðu og í Sögu er lokið og opnað verður á rafrænar tilkynningar fyrir alla sjúkdómana.