Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Nýtt eyðublað - tilkynning um rekstur heilbrigðisþjónustu

17. nóvember 2021

Embætti landlæknis hefur gefið út nýtt eyðublað fyrir tilkynningu um rekstur heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi frá og með 17. nóvember 2021. Heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna það til landlæknis.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis hefur gefið út eyðublað fyrir tilkynningu um rekstur heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi frá og með 17. nóvember 2021.

Heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna það til landlæknis. Er það í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og um landlækni og lýðheilsu nr. 40/2007. Rekstraraðilum ber einnig að tilkynna til landlæknis verði breytingar á þjónustu þeirra eða rekstrinum hætt.

Eyðublaðið má nálgast á vef embættisins undir eyðublöð.

Undirritaða tilkynningu ásamt fylgiskjölum (ef við á) skal senda embætti landlæknis, Katrínartúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík eða á netfangið mottaka@landlaeknir.is

Leyfisveitingateymið