Notkun sýklalyfja hjá mönnum minnkaði á árinu 2018
19. nóvember 2019
Út er komin ársskýrsla sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á árinu 2018.
Út er komin ársskýrsla sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á árinu 2018. Þar kemur fram að heildarnotkunin hjá mönnum minnkaði um 5% á árinu miðað við 2017 og tæp 7% hjá börnum. Notkunin jókst hins vegar um 7% hjá dýrum.
Sóttvarnalæknir hefur hafið átak um bætta notkun sýklalyfja í samvinnu við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem vonandi mun leiða til minni notkunar hér á landi. Þetta átak er liður í margvíslegum aðgerðum hér á landi sem miða að því að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmis en vaxandi sýklalyfjaónæmi er ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag.
Lesa nánar:
Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2018. Embætti landlæknis - sóttvarnalæknir. Nóvember 2019
Sóttvarnalæknir