Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Mikil aðsókn á fyrirlestra Jon Kabat-Zinn

31. maí 2018

Frábær aðsókn hefur verið á fyrirlestra Jon Kabat-Zinn, prófessors prófessor emeritus í læknisfræði við University of Massachusetts, sem lagði fyrstur manna grunn að iðkun núvitundar í læknisfræði og sálfræði í vestrænum heimi.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Frábær aðsókn hefur verið á fyrirlestra Jon Kabat-Zinn, prófessors prófessor emeritus í læknisfræði við University of Massachusetts, sem lagði fyrstur manna grunn að iðkun núvitundar í læknisfræði og sálfræði í vestrænum heimi.

Fyrirlestrar hans fjalla um nálgun núvitundar frá ýmsum hliðum og þau vísindi sem liggja að baki. Framundan eru tveir viðburðir í Hörpu, 1.-2. júní sem eru ætlaðir öllum sem hafa áhuga á núvitund eða langar einfaldlega til að nýta einstakt tækifæri og kynnast þessum merka frumkvöðli.

Fjölmargar vísindalegar rannsóknir sýna fram á jákvæðan árangur núvitundar á líðan fólks og hefur hún á undanförnum árum áunnið sér fastan sess á meðal þeirra greina sem kenndar eru á öllum skólastigum. Árangur af iðkun núvitundar er ótvíræður, m.a. til að auka lífsgæði, takast á við mismunandi álag og sem þáttur í sjúkdómsmeðferð.

Fyrir marga er helsta áskorunin að taka frá tíma til hugleiðslu og núvitundar, að vera til staðar og taka eftir þeim boðum sem líkaminn sendir frá sér. Stundin þarf ekki að vera löng en áhrifin láta ekki á sér standa.

Koma Jon Kabat-Zinn er liður í samfélagslega verkefninu, Lýðheilsustefnu Íslendinga, sem m.a. felst í að innleiða núvitund og stuðla að vitundarvakningu fyrir bættu geðheilbrigði og vellíðan um allt samfélagið. Þess má geta að Bretar hafa frá árinu 2015 unnið samkvæmt hliðstæðri stefnu Mindful Nation UK.