Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Leiðrétting vegna boðunar í skimun 14.09.

15. september 2020

Frá upphafi COVID-19 faraldursins hefur útsettum einstaklingum verið gert að fara í 14 daga sóttkví skv. reglugerð nr. 800/2020 og leiðbeiningum sóttvarnalæknis.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Frá upphafi COVID-19 faraldursins hefur útsettum einstaklingum verið gert að fara í 14 daga sóttkví skv. reglugerð nr. 800/2020 og leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Nú eiga þessir einstaklingar kost á að mæta í PCR skimun eftir 7 daga til að stytta sóttkví. Ef engin ummerki eru um veiruna þá losnar viðkomandi úr sóttkvínni. Næstu 7 dagana þurfa þeir samt að gæta vel að sínum sóttvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga.

  • Sýnataka þessi er einstaklingi að kostnaðarlausu.

  • Þetta á þó ekki við um þá einstaklinga sem eru í sóttkví á sama heimili og sýktur einstaklingur með COVID-19.

  • Eins á þetta ekki við um þá sem eru í einangrun með staðfesta COVID-19 sýkingu.

Þeir sem nú þegar hafa verið í sóttkví í 7 daga eiga einnig kost á að stytta sína sóttkví með sýnatöku og þeir munu fá boð um það. Vegna mistaka í fyrstu boðun þann 14.9. fengu einstaklingar skilaboð sem ekki áttu að fá þau. Ef þú ert í einangrun eða í sóttkví á sama heimili og sýktur einstaklingur biðjum við þig að mæta ekki í sýnatöku. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Sóttvarnalæknir