Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Landlæknir brást strax við - athugasemd við frétt í aðalfréttatíma RUV 15.8

16. ágúst 2019

Það er ekki rétt eins og skilja mátti af frétt að liðið hafi þrjár vikur frá því landlækni varð kunnugt um brest í meðhöndlum sjúkragagna hjá SÁÁ þar embættið brást við. Hið rétta er að engin tilkynning barst til embættis landlæknis þegar málið kom upp, í kringum 20. júlí, hvorki frá ábyrgðar- og umsjónaraðilanum SÁÁ eða heilbrigðisstarfsmanni þeim sem hefur haft gögnin undir höndum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Það er ekki rétt eins og skilja mátti af frétt að liðið hafi þrjár vikur frá því landlækni varð kunnugt um brest í meðhöndlum sjúkragagna hjá SÁÁ þar embættið brást við. Hið rétta er að engin tilkynning barst til embættis landlæknis þegar málið kom upp, í kringum 20. júlí, hvorki frá ábyrgðar- og umsjónaraðilanum SÁÁ eða heilbrigðisstarfsmanni þeim sem hefur haft gögnin undir höndum.

Frétt sú sem birtist í Morgunblaðinu 23. júlí kom ekki fyrir augu landlæknis sem þá var í sumarleyfi. Þriðjudaginn 13. ágúst, í kjölfar fréttar Stundarinnar, kallaði landlæknir þegar í stað eftir upplýsingum frá yfirlækni SÁÁ og óskaði eftir formlegri tilkynningu sem barst samdægurs. Daginn eftir ákváðu forstjóri Persónuverndar og landlæknir að hafa samvinnu um það að kalla eftir téðum gögnum enda fara báðar þær stofnanir með eftirlit skv. 22. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009.