Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Kynningarfundur um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2018

5. júní 2018

Miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 11:00–14:00, stendur Embætti landlæknis fyrir kynningarfundi um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2018 á Hótel Héraði Egilsstöðum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 11:00–14:00, stendur Embætti landlæknis fyrir kynningarfundi um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2018 á Hótel Héraði Egilsstöðum.

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild.

Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í umdæmunum, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu þeirra og líðan.

Dagskrá:

  • 11:00 Ávarp, Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

  • 11:15 Hvers vegna lýðheilsuvísar? Alma D. Möller, landlæknir

  • 11:30 Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis

  • 11:50 Hádegishlé - boðið verður uppá léttan hádegisverð

  • 12:20 Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum, Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis

  • 12:40 Nýting lýðheilsuvísa hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga

  • 13:00 Heilsueflandi Austurland, Eva Jónudóttir, Seyðisfirði

  • 13:20 Heilsueflandi grunnskóli, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla

  • 13:40 Pallborðsumræður

  • 14:00 Dagskrárlok

Fundarstjóri: Björg Björnsdóttir, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði

Upptaka frá fundinum er aðgengileg á vef embættis landlæknis (sett inn 8. júní).

Kynningarfundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru hvattir til þess að skrá sig hér á vef Embættis landlæknis.