Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Kynna sér árangur Íslands á sviði forvarna

11. október 2019

Árangur Íslands á sviði forvarna hefur vakið athygli víða um heim. Embætti landlæknis tók nýverið á móti hópi sérfræðinga frá 23 þjóðum innan Evrópu, Norður Afríku, Norður- og Suður Ameríku, sem starfa við forvarnir og stefnumótun í heimalöndum sínum. Heimsóknin var skipulögð af Pompidou Group, sem er samráðsvettvangur Evrópuráðsins um vímuvarnir, í samstarfi við samtök og stofnanir viðkomandi landa.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Árangur Íslands á sviði forvarna hefur vakið athygli víða um heim. Embætti landlæknis tók nýverið á móti hópi sérfræðinga frá 23 þjóðum innan Evrópu, Norður Afríku, Norður- og Suður Ameríku, sem starfa við forvarnir og stefnumótun í heimalöndum sínum. Heimsóknin var skipulögð af Pompidou Group, sem er samráðsvettvangur Evrópuráðsins um vímuvarnir, í samstarfi við samtök og stofnanir viðkomandi landa.

Markmið heimsóknarinnar var að læra af reynslu Íslendinga, skiptast á reynslusögum ólíkra þjóða í fjórum heimsálfum og finna leiðir til að vinna saman og styðja við framkvæmd forvarnarverkefna með nýjum áherslum.

Alma D. Möller, landlæknir setti vinnustofuna sem haldin var vegna heimsóknarinnar og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ávarpaði þátttakendur.

Helstu niðurstöður vinnustofunnar voru eftirfarandi:

  • betri skilningur þátttakenda á forvarnarhugtökum sem byggja á snemmtækri íhlutun og umhverfisvörnum;

  • aukin miðlun upplýsinga milli þjóða um hagnýta reynslu við innleiðingu alhliða forvarnarstarfs

  • Pompidou Group og CICAD / OAS geta stutt aðildarríki við aðlögun forvarnaráætlana að nýjum hugmyndum.

Þá tók embættið á móti gestum frá Mexíkó sem kynntu sér árangur Íslendinga í tóbaks- og vímuefnavörnum ungmenna. Hópurinn kynnti sér sérstaklega Forvarnadag forsetans og mætti á viðburð í Varmárskóla þar sem þau hittu forseta Íslands, íslensk ungmenni og starfsmenn Varmárskóla.

Nánari upplýsingar veitir 

Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarnir, netfang: rafn@landlaeknir.is