Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Íslendingar sem taldir voru vera sýktir af Chikungunya veiru reynast að öllum líkindum ekki vera með sýkinguna

21. júní 2019

Að undanförnu hafa birst fréttir af því að fjórir Íslendingar sem dvöldust á Alicante á Spáni nýverið hafi sýkst þar af Chikungunya veiru.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Að undanförnu hafa birst fréttir af því að fjórir Íslendingar sem dvöldust á Alicante á Spáni nýverið hafi sýkst þar af Chikungunya veiru. Þrír einstaklinganna eru búsettir á Íslandi og einn í Noregi. Fyrstu rannsóknarniðurstöður bentu til Chikungunyaveirusýkingar en við frekari rannsóknir hafa staðfestingarpróf hér á landi og erlendis ekki staðfest sýkinguna.

Á næstu dögum er fyrirhugað að gera frekari staðfestingapróf á Íslendingunum hér á landi sem munu skera endanlega úr um það hvort um ofangreinda sýkingu var að ræða eða ekki.

Ofangreindir einstaklingar hafa verið upplýstir um þessa niðurstöðu sem og samstarfsaðilar á Spáni.

Allra leiða verður leitað í framtíðinni til að koma í veg fyrir að svona atvik endurtaki sig.

Sóttvarnalæknir