Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Heilsa og velferð barna og unglinga er efni næsta fundar Náum áttum

19. september 2019

Heilsa og velferð barna og unglinga er yfirskrift næsta morgunverðarfundar Náum áttum sem verður haldinn á Grand hótel, miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 08:15-10:00.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Heilsa og velferð barna og unglinga er yfirskrift næsta morgunverðarfundar Náum áttum sem verður haldinn á Grand hótel, miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 08:15-10:00.

Á fundinum fjallar Alma D. Möller landlæknir um mikilvægi svefns hjá börnum og ungmennum, Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir hjá Hugarfrelsi ræða um fyrirbyggjandi aðferðir gegn kvíða og streitu hjá ungmennum og Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri segir frá starfi Nú grunnskóla í Hafnarfirði sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir.

Skráningu á vef Náum áttum

Þátttökugjald er 3.000 krónur sem þarf að staðgreiða.Morgunverður er innifalinn í gjaldinu.

Náum áttum hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna.

Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna.