Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Heilsa og líðan Íslendinga á tímum COVID-19

30. september 2020

Heilsa og líðan Íslendinga á tímum COVID-19

Landlæknir logo - Fréttamyndir
  • Er einhver munur á andlegri og líkamlegri heilsu Íslendinga í fyrstu bylgju COVID-19 borið saman við sama tímabil í fyrra eða mánuðina á eftir?

  • Urðu einhverjar breytingar? Ef svo er, hvernig ætli þær breytingar hafi verið?

  • Leið fólki betur eða verr á þessu tímabili?

  • Upplifði það meiri streitu eða minni?

  • Hverjir upplifðu mesta einmanaleikann og hvenær?

  • Varð svefninn betri eða verri?

  • Og síðast en ekki síst var meira eða minna um ölvunardrykkju?

  • Hvað heldur þú? Ef þú vilt vita svörin við þessum spurningum hvetjum við þig til að fylgjast með rafrænum kynningarfundi Embætti landlæknis kl. 12.

Í dag, fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 12:00 stendur Embætti landlæknis fyrir rafrænum kynningarfundi þar sem kynntar verða nýjustu niðurstöður úr vöktun embættisins á heilsu og líðan Íslendinga. Farið verður yfir niðurstöður mælinga á andlegri og líkamlegri heilsu karla og kvenna frá þeim tíma sem fyrsta bylgja COVID-19 reis sem hæst hér á landi og þær niðurstöður bornar saman við næstu mánuði á eftir. Einnig eru niðurstöður bornar saman við sömu mælingar árið 2019. Þá verður fjallað um þróun streitu, einmanaleika, svefns og ölvunardrykkju meðal karla og kvenna frá mars og fram í ágúst 2020 samanborið við sama tímabil árið 2019.

Dagskrá:

  • 12:00 Ávarp: Alma D. Möller, landlæknir

  • 12:10 Heilsa og líðan Íslendinga á tímum COVID-19 – kynning á niðurstöðum vöktunar embættisins: Dóra G. Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs

Streymt verður frá fundinum og verður hlekkur aðgengilegur hér frá kl. 11:45, https://www.facebook.com/events/251529029508286/

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs