Heilsa og líðan Íslendinga á tímum COVID-19
30. september 2020
Heilsa og líðan Íslendinga á tímum COVID-19
Er einhver munur á andlegri og líkamlegri heilsu Íslendinga í fyrstu bylgju COVID-19 borið saman við sama tímabil í fyrra eða mánuðina á eftir?
Urðu einhverjar breytingar? Ef svo er, hvernig ætli þær breytingar hafi verið?
Leið fólki betur eða verr á þessu tímabili?
Upplifði það meiri streitu eða minni?
Hverjir upplifðu mesta einmanaleikann og hvenær?
Varð svefninn betri eða verri?
Og síðast en ekki síst var meira eða minna um ölvunardrykkju?
Hvað heldur þú? Ef þú vilt vita svörin við þessum spurningum hvetjum við þig til að fylgjast með rafrænum kynningarfundi Embætti landlæknis kl. 12.
Í dag, fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 12:00 stendur Embætti landlæknis fyrir rafrænum kynningarfundi þar sem kynntar verða nýjustu niðurstöður úr vöktun embættisins á heilsu og líðan Íslendinga. Farið verður yfir niðurstöður mælinga á andlegri og líkamlegri heilsu karla og kvenna frá þeim tíma sem fyrsta bylgja COVID-19 reis sem hæst hér á landi og þær niðurstöður bornar saman við næstu mánuði á eftir. Einnig eru niðurstöður bornar saman við sömu mælingar árið 2019. Þá verður fjallað um þróun streitu, einmanaleika, svefns og ölvunardrykkju meðal karla og kvenna frá mars og fram í ágúst 2020 samanborið við sama tímabil árið 2019.
Dagskrá:
12:00 Ávarp: Alma D. Möller, landlæknir
12:10 Heilsa og líðan Íslendinga á tímum COVID-19 – kynning á niðurstöðum vöktunar embættisins: Dóra G. Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs
Streymt verður frá fundinum og verður hlekkur aðgengilegur hér frá kl. 11:45, https://www.facebook.com/events/251529029508286/
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs