Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Heildstætt mat gert á InterRAI mælitækjum og á færni- og heilsumati

9. júlí 2018

Embætti landlæknis tók ákvörðun um að láta gera heildstætt mat á InterRAI mælitækjum fyrir hjúkrunarheimili og á færni- og heilsumati.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis tók ákvörðun um að láta gera heildstætt mat á InterRAI mælitækjum fyrir hjúkrunarheimili og á færni- og heilsumati.

Embættið fékk ráðgjafafyrirtækið KPMG til matsins sem gert var í desember 2017 til febrúar 2018 og var skýrslu skilað í maí 2018.

Skýrslan er ítarleg og dregur fram að þörf er á úrbótum varðandi notkun á InterRAI mælitækjum og framkvæmd við færni- og heilsumat. Embættið vill þakka öllum þeim sem komu að greiningunni með KPMG.

Hér má finna skýrsluna og minnisblað með þeim þáttum sem embættið telur að bregðast þurfi við í kjölfarið.