Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Grindavík og Súðavík komin í hóp heilsueflandi samfélaga

26. apríl 2018

Grindavíkurbær og Súðavíkurheppur gerðust nýlega aðilar að Heilsueflandi samfélagi.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Grindavíkurbær og Súðavíkurheppur gerðust nýlega aðilar að Heilsueflandi samfélagi. Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þann 13. mars sl. skrifuðu Fannar Jónsson, bæjarstjóri og Birgir Jakobsson, þáverandi landlæknir undir samning þess efnis. Tæpri viku síðar þann 19. mars, skrifuðu svo þeir Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Birgir Jakobsson einnig undir samstarfssamning um Heilsueflandi samfélag. Sveitarfélögin bættust í hóp sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla heilsu og vellíðan íbúa sinna með markvissum hætti.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Nánari upplýsingar um Heilsueflandi samfélag.

 Birgir Jakobsson, þáverandi landlæknir ásamt Fannari Jónssyni, bæjarstjóra 

Birgir Jakobsson, þáverandi landlæknir ásamt  Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps