Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf í boði fyrir námsmenn
2. júní 2020
Skráning og birting tölulegra upplýsinga, kortlagning upplýsinga, aðstoð við þýðingar og uppfærslur á vef er á meðal þeirra verkefna sem embætti landlæknis býður námsmönnum í sumar.
Skráning og birting tölulegra upplýsinga, kortlagning upplýsinga, aðstoð við þýðingar og uppfærslur á vef er á meðal þeirra verkefna sem embætti landlæknis býður námsmönnum í sumar.
Um er að ræða sumarstörf/átaksverkefni fyrir fimm starfsmenn.
Skilyrði er að umsækjendur séu 18 ára á árinu eða eldri og í námi á milli anna.
Frekari upplýsingar um störfin veitir Þórgunnur Hjaltadóttir, mannauðsstjóri í síma: 510-1900 netfang: thorgunnur@landlaeknir.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2020.
Sótt er um störfin á vef Vinnumálastofnunar
Svið sóttvarna hjá embætti landlæknis: Háskólanemi í aðstoð við skráningu og birtingu tölulegra upplýsinga
Svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu: Háskólanemi í yfirferð heimasíðu.
Svið lýðheilsu. Sálfræðinemi í verkefni á lýðheilsusviði embættis landlæknis.
Svið heilbrigðisupplýsinga. Háskólanemi í uppfærslu á innri vef embættis landlæknis.
Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna: Háskólanemi í yfirferð flokkunarkerfa í heilbrigðisþjónustu.