Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Ferðamenn frá Færeyjum undanþegnir aðgerðum á landamærum

4. maí 2021

Ferðamenn frá Færeyjum verða frá og með 10. maí 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Ferðamenn frá Færeyjum verða frá og með 10. maí 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fjarlægja Færeyjar af lista yfir áhættusvæði vegna COVID-19 þar sem fá smit hafa greinst þar það sem af er þessu ári. Ferðamenn sem koma frá Færeyjum og hafa eingöngu dvalið þar síðastliðna 14 daga verða því undanþegnir kröfum vegna COVID-19 sem eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands.

Ferðamenn eru eftir sem áður þó hvattir til að sýna varúð í 14 daga eftir komuna til Íslands, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga.

Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki dvalið í meira en sólarhring á svæði sem flokkast sem áhættusvæði 14 dögum fyrir komu til Íslands. Þeir einstaklingar sem það á við þurfa eftir sem áður að framvísa neikvæðu PCR-prófi, fara í skimun á landamærum, 5 daga sóttkví og í aðra sýnatöku til að ljúka sóttkví.

Sóttvarnalæknir