Farsóttafréttir eru komnar út - október 2018
3. október 2018
Í fréttabréfinu er meðal annars sagt frá undirritun framvirks samnings um kaup á bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu.
Í fréttabréfinu er meðal annars sagt frá undirritun framvirks samnings um kaup á bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu. Slíkur samningur er hluti af viðbragðsáætlunum gegn alvarlegum atburðum sem ógna lýðheilsunni hér á landi.
Af öðru efni má nefna nýjar leiðbeiningar um örverumengun í vatni, fyrirbyggjandi lyfjameðferð við HIV-sýkingum vegna kynmaka og áliti sóttvarnalæknis á heimild karla sem stunda kynlíf með karlmönnum til að gefa blóð.
Vakin er athygli á því að skýrsla um notkun sýklalyfja fyrir árið 2017 er komin út.
Lesa nánar: Farsóttafréttir. 11. árgangur. 4. tölublað. Október 2018.
Sóttvarnalæknir