Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Farsóttafréttir eru komnar út - apríl 2018

18. apríl 2018

Í fréttabréfinu kemur m.a. fram að inflúensufaraldurinn veturinn 2017–2018 er að mestu genginn yfir. Einnig er sagt frá loftmengun af völdum skotelda um síðustu áramót og vatnsmengun í Reykjavík vegna mikillar hláku í janúar.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Aprílútgáfa Farsóttafrétta, fréttabréfs sóttvarnalæknis, er komið út á vef Embættis landlæknis.

Í fréttabréfinu kemur m.a. fram að inflúensufaraldurinn veturinn 2017–2018 er að mestu genginn yfir. Einnig er sagt frá loftmengun af völdum skotelda um síðustu áramót og vatnsmengun í Reykjavík vegna mikillar hláku í janúar.

Kynsjúkdómar eru mikið vandamál um þessar mundir einkum lekandi. Greint er frá viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við aukinni útbreiðslu kynsjúkdóma.

Fjallað er um innleiðingu alþjóðaheilbrigðisreglugerðar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), samstarfssamning sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra um gerð viðbragðsáætlunar vegna atburða af völdu eiturefna, sýkla og geislavirkra efna og gerð bráðaflokkunar- og áhættumatsspjalda.

Lesa nánar: Farsóttafréttir. 11. árgangur. 2. tölublað. Apríl 2018.

Sóttvarnalæknir