Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Færeyjar og Grænland tekin af lista yfir áhættusvæði m.t.t. COVID-19

14. maí 2020

Síðasta tilfelli COVID-19 greindist í Færeyjum 22. apríl og enginn er nú í einangrun þar í landi. Aflétting innanlandsaðgerða þar hófst 8. apríl og hefur verið haldið áfram að létta á aðgerðum. Ekki komið ný alda sýkinga í Færeyjum í kjölfar afléttinga aðgerða.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

(English below)

Síðasta tilfelli COVID-19 greindist í Færeyjum 22. apríl og enginn er nú í einangrun þar í landi. Aflétting innanlandsaðgerða þar hófst 8. apríl og hefur verið haldið áfram að létta á aðgerðum. Ekki komið ný alda sýkinga í Færeyjum í kjölfar afléttinga aðgerða, því hefur sóttvarnalæknir ákveðið að sóttkvíar sé ekki lengur þörf fyrir einstaklinga sem ferðast hingað til lands eftir dvöl í Færeyjum.

Sama gildir um einstaklinga sem koma hingað frá Grænlandi en þar hafa ekki komið fram ný tilfelli í rúman mánuð (meira en tvö sóttkvíartímabil).Einstaklingar sem ferðast til Íslands um Færeyjar eða Grænland á leið frá öðrum löndum sem enn teljast til áhættusvæða þurfa samt sem áður að vera í sóttkví eftir komu hingað til lands, þar til 14 dagar eru liðnir frá því að þeir yfirgáfu áhættusvæði.

Einstaklingar sem komið hafa til Íslands frá Færeyjum eða Grænlandi á sl. 14 dögum þurfa því ekki lengur að vera í sóttkví þar sem lengra en sóttkvíartímabil er liðið frá afléttingu aðgerða og enn lengra frá síðasta innanlandssmiti.

Sóttvarnalæknir

Faroe Islands and Greenland no longer considered risk areas for COVID-19

The last case of COVID-19 in the Faroe Islands was reported April 22 and all cases have completed their period of isolation. The easing of the societal restrictions in the Faroe Islands began April 8 and further steps have been made since. No resurgence of infection has occurred since the easing of restrictions in the Faroe Islands. The Chief Epidemiologis has determined that quarantine is no longer required for those who travel to Iceland due to stay in the Faroe Islands.The same applies to persons who travel to Iceland from Greenland, where no new COVID-19 cases have occurred in over a month (more than two quarantine/incubation periods).

Individuals who travel to Iceland with layover in the Faroe Islands or Greenland but who have been in other countries still considered risk areas within the 14 days prior to arrival in Iceland, must enter quarantine on arrival in Iceland until 14 days after they left the risk area.

Those who have arrived in Iceland in the past 14 days from the Faroe Islands or Greenland no longer need to remain in quarantine as more than one quarantine period has now passed since the easing of restrictions without new cases and longer since the last local transmission.

The Chief Epidemiologist for Iceland