Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Endurskoðaður norrænn samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir

3. febrúar 2020

Hinn 1. febrúar 2020 tók gildi endurskoðaður samningur um viðurkenningu á starfsréttindum ákveðinna starfsstétta innan heilbrigðisþjónustunnar. Samningurinn hefur verið kallaður Arjeplog-samningurinn og hefur verið í gildi frá árinu 1993 með breytingum frá 1998. Auglýsing um breyttan samning hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Hinn 1. febrúar 2020 tók gildi endurskoðaður samningur um viðurkenningu á starfsréttindum ákveðinna starfsstétta innan heilbrigðisþjónustunnar. Samningurinn hefur verið kallaður Arjeplog-samningurinn og hefur verið í gildi frá árinu 1993 með breytingum frá 1998. Auglýsing um breyttan samning hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda.

Nú hafa aðildarríkin, Ísland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, staðfest að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2005/36/EB hafi orðið til þess að Arjeplog-samningurinn hafi glatað sjálfstæðu gildi sínu á tilteknum sviðum. Hins vegar tryggir umrædd tilskipun hvorki viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem menntaðir eru á Grænlandi, og hjúkrunarfræðinga og félags- og sjúkraliða sem menntaðir eru í Færeyjum, né heldur gagnkvæm upplýsingaskipti á milli Færeyja, Grænlands og samningsríkjanna. Því tekur endurskoðaður samningur til þeirra landa og tryggir að ofangreindar stéttir í Færeyjum og á Grænlandi fái viðurkenningu samkvæmt sömu kröfum og settar eru fram í fyrrgreindri tilskipun nr. 2005/36/EB.

Sjá upplýsingasíðu fyrir starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks.

Nánari upplýsingar veitir 

Anna Björg Aradóttir, verkefnisstjóri
netfang annabara@landlaeknir.is