COVID-19 bólusetningavottorð einstaklinga, sem hafa fengið örvunarskammt, komin í lag
13. ágúst 2021
Rafræn bólusetningavottorð vegna COVID-19 í Heilsuveru eru komin í lag svo þeir sem á þurfa að halda geti sótt sér nýtt skírteini þar sem örvunarskammtur kemur einfaldlega ekki fram. Ekki er hægt að fá rafræn vottorð með QR kóða um örvunarskammta fyrr en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið hvernig þær upplýsingar verði settar fram í QR kóðum.
Rafræn bólusetningavottorð vegna COVID-19 í Heilsuveru eru komin í lag svo þeir sem á þurfa að halda geti sótt sér nýtt skírteini þar sem örvunarskammtur kemur einfaldlega ekki fram. Ekki er hægt að fá rafræn vottorð með QR kóða um örvunarskammta fyrr en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið hvernig þær upplýsingar verði settar fram í QR kóðum.
Einstaklingar sem hafa fengið örvunarskammt og eru að yfirgefa landið geta þurft að hafa staðfestingu á báðum skömmtum meðferðis. Þá þarf heilsugæsla að gera hefðbundið bólusetningaskírteini, annaðhvort það sem sóttvarnalæknir gefur út og er notað í almennum bólusetningum hér á landi, eða gula bók frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Mælt er með að skrá upplýsingar um við hverju er bólusett, tegund bóluefnis, lotunúmer og dagsetningu til að auðvelda fólki að fá skammta skráða erlendis.
Sóttvarnalæknir