Breytingar á notkun áfengis í mars og apríl
5. júní 2020
Til að athuga hvort breytingar yrðu á áfengisneyslu fullorðinna á tímum COVID-19 óskaði embætti landlæknis eftir að Gallup framkvæmdi könnun þar skoðuð yrði notkun áfengis hjá fullorðnum á tímabilinu mars til apríl 2020. Áhersla var lögð á að kanna hvort fólk hafi breytt áfengisnotkun sinni á síðastliðnum 1 -2 mánuðum.
Til að athuga hvort breytingar yrðu á áfengisneyslu fullorðinna á tímum COVID-19, óskaði embætti landlæknis eftir að Gallup framkvæmdi könnun þar sem skoðuð yrði notkun áfengis hjá fullorðnum á tímabilinu mars til apríl 2020. Áhersla var lögð á að kanna hvort fólk hafi breytt áfengisnotkun sinni á síðastliðnum 1 - 2 mánuðum.
Niðurstöður könnunarinnar sýna að flestir hafa ekki breytt áfengisnotkun sinni á tímabilinu en þriðjungur hafi þó notað minni áfengi, sem virðist vera í samræmi við niðurstöður frá öðrum löndum.
Tæplega 30 % segjast drekka sjaldnar eða mun sjaldnar en venjulega en 15% oftar eða mun oftar.
Rúmlega 30% segjast drekka færri drykki en venjulega og 14% segjast drekka fleiri drykki en venjulega.
Þegar spurt var um ölvun, eða hvort viðkomandi hafi drukkið fleiri en fimm drykki við sama tilfelli, sögðust um 35% gera það aðeins eða mun sjaldnar en venjulega og aðeins 3% oftar en venjulega.
Það er ánægjulegt að sjá að flestir landsmenn hafa farið að tilmælum og ekki aukið áfengisnotkun meðan faraldurinn gekk yfir.