Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Breyting á afgreiðslu umsókna breska ríkisborgara um starfs- og sérfræðileyfi

13. janúar 2021

Embætti landlæknis bendir á að þar sem Bretland hefur nú formlega gengið úr Evrópusambandinu (ESB) gilda ekki ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið (EES) um breska ríkisborgara.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis bendir á að þar sem Bretland hefur nú formlega gengið úr Evrópusambandinu (ESB) gilda ekki ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið (EES) um breska ríkisborgara.

Umsóknir breskra ríkisborgara um starfs- og sérfræðileyfi hér á landi verða afgreiddar með sama hætti og umsóknir ríkisborgara ríkja utan EES eða Sviss sem Ísland hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Breytingin lýtur að breskum ríkisborgurum. Ríkisborgarar EES-ríkja sem framvísa bresku prófskírteini geta áfram byggt umsókn sína um starfsleyfi og/eða sérfræðileyfi á ákvæðum tilskipunar 2005/36/EB og reglugerð nr. 510/2020 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Um þá umsækjendur gildir 37. gr. reglugerðarinnar.

Leyfisveitingateymi