Bólusetningar við COVID-19 í viku 16, 19. – 25. apríl
19. apríl 2021
Í vikunni 19. – 25. apríl verða yfir 12.000 einstaklingar bólusettir við COVID-19. Samtals 9400 einstaklingar bólusettir með bóluefni frá Pfizer, um 6000 fá fyrri bólusetningu og 2500 seinni bólusetningu. Þar af voru um 2000 heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala bólusettir um helgina. Samtals fá 2600 einstaklingar bóluefni frá Moderna,
Í vikunni 19. – 25. apríl verða yfir 12.000 einstaklingar bólusettir við COVID-19. Samtals 9400 einstaklingar bólusettir með bóluefni frá Pfizer, um 6000 fá fyrri bólusetningu og 2500 seinni bólusetningu. Þar af voru um 2000 heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala bólusettir um helgina. Samtals fá 2600 einstaklingar bóluefni frá Moderna, sem skiptist jafnt í fyrri og seinni bólusetningu.
Einstaklingum á aldrinum 60–69 ára, sem ekki hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun, verður boðin bólusetning með Astra Zeneca bóluefni. Bólusetningar með AstraZeneca hefjast aftur í vikunni og af fullum krafti í næstu viku.
Nánar um bólusetningar á covid.is og á vef embættis landlæknis.
Sóttvarnalæknir