Bólusetningar við COVID-19 í viku 13, 29. mars - 4. apríl
29. mars 2021
Í síðustu viku hófust aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca og var bólusett í aldurshópum 70 ára og eldri. Um 4300 einstaklingar fengu fyrri bólusetningu föstudaginn 26. mars.
Í síðustu viku hófust aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca og var bólusett í aldurshópum 70 ára og eldri. Um 4300 einstaklingar fengu fyrri bólusetningu föstudaginn 26. mars.
Í vikunni 29. mars - 4. apríl verða 5800 einstaklingar bólusettir með bóluefni Pfizer. Af þeim fá 2500 einstaklingar fyrri bólusetningu. Stór hópur heilbrigðisstarfsmanna verður bólusettur.
Bólusett verður áfram í eldri aldurshólum með bóluefni AstraZeneca.
Nánar um bólusetningar á covid.is og á vef embættis landlæknis
Sóttvarnalæknir