Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Bilun í Heklu-heilbrigðisneti og lyfjagátt

27. nóvember 2019

Hekla heilbrigðisnet og lyfjagátt liggja niðri vegna bilunar. Advania og Origo vinna að greiningu og úrlausn málsins.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Hekla-heilbrigðisnet og Lyfseðlagátt, liggja nú niðri og hafa gert síðan um kl. 13 í dag. Ástæðan er enn óljós. Allir helstu sérfræðingar Advania, sem hýsa kerfið, vinna að greiningu og úrlausn málsins með sérfræðingum frá Origo, sem þróa og þjónusta kerfið. Enn er óljóst er hve langan tíma tekur að leysa vandann.

Bilunin kemur í veg fyrir að hægt sé að senda rafræna lyfseðla og afgreiða lyf í lyfjabúðum. Bilunin kemur einnig í veg fyrir öll rafræn samskipti milli aðila sem veita heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. vottorð, beiðnir, læknabréf og aðgang úr sjúkraskrám á milli aðila.

Embætti landlæknis á og rekur Heklu-heilbrigðisnet en hýsir kerfið hjá Advania.  Högun kerfisins á að koma í veg fyrir að samskipti um kerfið geti farið niður, en kerfið er speglað á netþjóna í sitthvorum landshlutanum. Kerfið á að geta farið sjálfkrafa á milli netþjóna ef annar bilar án þess að hafa í för með sér rekstrartruflanir.

landlæknir