Aukið framboð tölulegra upplýsinga um lyfjanotkun
7. apríl 2021
Aukið hefur verið við framboð tölulegra upplýsinga um lyfjanotkun á Íslandi á vef embættis landlæknis. Þessi birting er liður í því að bæta aðgengi að áreiðanlegum og tímanlegum upplýsingum til að fylgjast með heilsu og líðan þjóðarinnar og starfsemi heilbrigðisþjónustu.
Aukið hefur verið við framboð tölulegra upplýsinga um lyfjanotkun á Íslandi á vef embættis landlæknis.
Um er að ræða gagnvirka og myndræna birtingu á heildarfjölda lyfjaávísana og afgreiddu magni lyfja eftir árum, kyni og aldursflokkum. Þessi birting er liður í því að bæta aðgengi að áreiðanlegum og tímanlegum upplýsingum til að fylgjast með heilsu og líðan þjóðarinnar og starfsemi heilbrigðisþjónustu. Valdir lýðheilsuvísar og dánarmein hafa þegar verið birt með gagnvirkum hætti á vef embættisins.
Í þessari gagnvirku birtingu á tölfræði lyfjanotkunar er hægt er að greina upplýsingarnar niður á 4. stig ATC (Anatomical Therapeutic Chemical) flokkunarkerfisins. Uppruni undirliggjandi gagna er lyfjagagnagrunnur embættis landlæknis sem inniheldur upplýsingar um allar afgreiddar lyfjaávísanir utan sjúkrahúsa.
Með birtingunni er komið til móts við þörf haghafa fyrir upplýsingar sem nýst geta á ýmsan máta, svo sem til fræðslu og sem undirstaða stefnu og aðgerða til að bæta lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu.
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Helga Eiríksdóttir
Verkefnisstjóri, heilbrigðisupplýsingasvið
netfang: vedis@landlaeknir.is