Auglýst starf sérfræðings á sviði sóttvarna
15. nóvember 2018
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða starfsmann til að starfa á sviði sóttvarna.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða starfsmann til að starfa á sviði sóttvarna. Starfið felur í sér vinnu við gagnagrunna sóttvarnalæknis og framsetningu og birtingu gagna. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á almenna þekkingu í heilbrigðisfræðum, samskiptahæfni og fagmennsku. Næsti yfirmaður er sóttvarnalæknir en viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við teymi sérfræðinga í samræmi við lögbundna starfsemi sóttvarnalæknis samkvæmt sóttvarnalögum. Um er að ræða fullt starf en möguleiki er á hlutastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna að gagnagrunnum sóttvarnalæknis og sóttvörnum, úrvinnsla gagna og birting þeirra
Samskipti við helstu aðila innanlands og erlendis um sóttvarnir
Önnur verkefni að beiðni sóttvarnalæknis
Hæfnikröfur
Menntun í heilbrigðisvísindum (læknisfræði, hjúkrun, lífeindafræði, lýðheilsufræðum, faraldsfræði) æskileg.
Reynsla af gagnavinnslu og birtingu gagna
Góð færni í að rita íslensku og ensku æskileg.
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Embættið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 03.12.2018
Nánari upplýsingar veitir
Þórólfur Guðnason - thorolfur@landlaeknir.is - 510-1900