Auglýst starf sérfræðings á sviði heilbrigðisupplýsinga
15. nóvember 2018
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði. Um er að ræða fullt starf. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku.
Á heilbrigðisupplýsingasviði er unnið að mörgum spennandi verkefnum. Sviðið ber ábyrgð á heilbrigðisskrám og öðrum gagnagrunnum Embættis landlæknis ásamt úrvinnslu og miðlun tölfræði um heilsufar og notkun heilbrigðisþjónustu. Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem hefur frumkvæði, metnað til að ná árangri í starfi og er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Tölfræðileg úrvinnsla og greining heilbrigðisupplýsinga með sérstakri áherslu á greiningu og túlkun gagna um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og greiningu gagna um smitsjúkdóma
Vinna við stór gagnasöfn
Þátttaka í teymum sem vinna að greiningu og túlkun heilbrigðisupplýsinga
Þátttaka í að þróa miðlun heilbrigðisupplýsinga á vef
Svara fyrirspurnum og erindum vegna tölfræði
Hæfnikröfur
Háskólapróf á sviði heilbrigðisvísinda sem veitir sterkan grunn í úrvinnslu og greiningu gagna
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg, t.d. á sviði lýðheilsuvísinda
Þekking og reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og greiningu gagna um bið eftir heilbrigðisþjónustu og greiningu gagna um smitsjúkdóma er kostur
Góð þekking og færni í notkun úrvinnsluhugbúnaðar, t.d. SAPBO
Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna í teymum og sjálfstætt
Góð færni í íslensku og ensku og gott vald á rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert. Starfið er laust nú þegar og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Embættið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 03.12.2018
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Haraldsdóttir - shara@landlaeknir.is - 510 1913