Auglýst starf lyfjafræðings á sviði eftirlits og gæða
22. nóvember 2018
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lyfjafræðing í hlutastarf á svið eftirlits og gæða.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lyfjafræðing í hlutastarf á svið eftirlits og gæða. Í boði er áhugavert starf sem reynir á sjálfstæð vinnubrögð. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi og vinna að bættum ávísanavenjum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða. Viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga, m.a. sóttvarnalækni og sérfræðinga á sviði heilbrigðisupplýsinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Markvisst eftirlit með lyfjaávísunum og reglubundið eftirlit með ávísunum á ávanabindandi lyf m.a. með notkun lyfjagagnagrunns embættisins
Faglegar samantektir á eiginleikum lyfja og hvernig beri að nota þau
Virk þátttaka í faglegri umræðu, stefnumótun og miðlun upplýsinga um lyfjamál
Utanumhald, skráning og afgreiðsla erinda vegna lyfjamála og tengdra mála
Samskipti við stjórnvöld innanlands og erlendis# Úrvinnsla tölfræðilegra gagna um lyfjaávísanir og lyfjanotkun
Vinna við vábirgðir lyfja og innrennslisvöka á vegum sóttvarnalæknis
Önnur verkefni að beiðni landlæknis, sviðsstjóra og sóttvarnalæknis
Hæfnikröfur
Háskólamenntun í lyfjafræði# Reynsla af rannsóknarvinnu og greiningu gagna er æskileg# Öguð og fagleg vinnubrögð# Jákvæðni og lipurð í samskiptum# Gott vald á ritaðri íslensku# Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Lyfjafræðingafélag Íslands hafa gert. Embættið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Starfshlutfall er 60 - 70%
Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2018
Nánari upplýsingar veitir
Andrés Magnússon - andres@landlaeknir.is - 510 1900