Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Astra Zeneca bóluefni í notkun á ný

25. mars 2021

Þar sem faraldur COVID-19 er útbreiddur í samfélaginu víðast hvar í Evrópu og borið hefur á fjölgun smita hérlendis undanfarið, leikur enginn vafi á því að áframhaldandi þörf er fyrir þetta bóluefni og að ávinningur af notkun þess er meiri en áhætta.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

ENGLISH

Þar sem faraldur COVID-19 er útbreiddur í samfélaginu víðast hvar í Evrópu og borið hefur á fjölgun smita hérlendis undanfarið, leikur enginn vafi á því að áframhaldandi þörf er fyrir þetta bóluefni og að ávinningur af notkun þess er meiri en áhætta.

Ekki hefur borið á alvarlegum aukaverkunum hjá öldruðum einstaklingum í Bretlandi þar sem mikill fjöldi hefur verið bólusettur og áhrif bólusetningar hjá þessum aldurshópi á smittíðni, innlagnir og dauðsföll vegna COVID-19 hafa verið góð í Englandi og Skotlandi. Því hefur verið ákveðið að nota þetta bóluefni fyrir einstaklinga eldri en 70 ára í samræmi við þessar niðurstöður. Þegar kemur að bólusetningu 60-69 ára er einnig líklegt að þetta bóluefni verði í boði fyrir a.m.k. hluta þess aldurshóps.

Yngri einstaklingum sem ekki hafa fengið alvarlegar aukaverkanir eftir fyrri skammt munu líklega geta klárað bólusetningu með sama bóluefni.

Helstu eiginleikar Astra Zeneca bóluefnis:

  • Apa-kvefveira sem er búið að óvirkja þannig að hún getur ekki fjölgað sér og bæta við erfðaefni fyrir sama prótín og við myndum eftir mRNA bólusetningu.

  • Flutt og geymt við sömu aðstæður og bóluefni sem við notum daglega í heilsugæslunni.

  • 10 skammtar í glasi.

  • Þarf að nota innan fárra klukkustunda frá opnun glassins en þarf ekki að blanda og nota strax eins og mRNA bóluefnin.

  • Getur hentað ágætlega í dreifbýli þótt kalla þurfi nokkuð marga í bólusetningu sama dag.

  • Ofnæmi ekki eins algengt og við mRNA bóluefnin.

  • Flensulík einkenni mjög algeng eftir fyrsta skammt hjá einstaklingum undir 55 ára, minna algeng hjá eldri einstaklingum en þó rétt að gera ráð fyrir mögulegum áhrifum á atorku í u.þ.b. 2-3 daga eftir fyrri bólusetningu. Minna um einkenni af þessu tagi eftir seinni skammt.

  • Tekur 12 vikur að klára bólusetningu, má hafa styttra bil en vörn betri með lengra bili*.

  • Þarf ekki að geyma skammta til að tryggja að sé nákvæmt bil á milli.

  • Má nota fyrir 18 ára og eldri skv. markaðsleyfi. Til að byrja með var óvíst um virkni hjá 65 ára og eldri vegna fárra þátttakenda á þeim aldri í rannsóknum fyrir markaðssetningu en þau gögn eru nú fullnægjandi vegna rannsókna frá Bretlandi, sjá hér og hér. Viðeigandi fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Rannsóknir á bólusetningu barna hafnar. Breytingar á hópum sem fá þetta bóluefni í mars 2021 vegna blóðtappa af óvenjulegu tagi, sjá nánar hér.

  • Þriðja bóluefnið sem berst til landsins. Um 115.000 einstaklingar verða bólusettir með þessu:

  • Bólusettir fyrir 10. mars 2021:

  • Starfsmenn á hjúkrunarheimilum, 18-64 ára. Flestir hafa nú þegar fengið bólusetningu #1.

  • Áhættuhópar sem þurfa að hefja bólusetningu sem fyrst en eru ekki á meðferð sem hefur áhrif á tímasetningu seinni skammts, 18–64 ára. Einungis einstaklingar sem tilheyra einnig öðrum hópum, s.s. heilbrigðisstarfsmenn, hófu bólusetningu fyrir 10. mars.

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem ekki hafa þegar fengið bólusetningu, 18-64 ára. Hluti þessa hóps hefur nú þegar fengið bólusetningu #1.

  • Bólusettir eftir 24. mars 2021:

  • Einstaklingar 70 ára og eldri sem ekki hafa þegar verið bólusettir (hópur 6 skv. birtri forgangsröð. Líklegt að a.m.k. hluti hóps 60-69 ára fái þetta bóluefni einnig þegar kemur að honum.

  • Aðrir hópar verða skilgreindir síðar.

 Sóttvarnalæknir