Ársskýrsla fæðingaskrár aðgengileg á vef landlæknis
2. júní 2020
Ársskýrsla fæðingaskráar, sem gefin hefur verið út frá árinu 1995, verður framvegis einnig aðgengileg á vef embættis landlæknis. Landlæknir er ábyrgðaraðili fæðingarskrár sem hefur verið haldin á kvennasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss síðan 1972.
Ársskýrsla fæðingaskráar, sem gefin hefur verið út frá árinu 1995, verður framvegis einnig aðgengileg á vef embættis landlæknis. Landlæknir er ábyrgðaraðili fæðingarskrár sem hefur verið haldin á kvennasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss síðan 1972. Fram að þeim tíma voru allar fæðingatilkynningar sendar landlækni.
Skráð eru ýmis atriði er varða meðgöngu, fæðingu, vandamál í fæðingu, inngrip og fætt barn. Skráð er m.a. fæðingarstaður og stund, meðgöngulengd, fyrri fæðingar, afbrigði fæðingar, meðferð í fæðingu, þyngd og lengd barna og sjúkdómsgreiningar.Við hverja fæðingu er fyllt út eyðublað og upplýsingar sendar fæðingaskrá og þjóðskrá. Eldri skýrslur eru hægt að nálgast á vef Landspítalans.
Sjá nýja skýrslu fæðingaskráningar 2018
Embætti landlæknis fæðingatölfræði.
Nánar um fæðingarskrá
Nánari upplýsingar veitir
Védís Helga Eiríksdóttir, verkefnisstjóri á heilbrigðisupplýsingasviði, vedis@landlaeknir.is